Lögreglumaður 626

Þetta blogg mitt átti nú að vera jákvætt, en ég held ég verði samt að  byrja á því að vera smá neikvæður, og birta mína hlið af þessari frétt, þar sem að ég var einn af þessum 105 ökumönnum sem var sektaður fyrir of hraðan akstur, en þó ekki einn af 105 ökumönnum sem var staðinn að verki.

Það er sennilega best að byrja á byrjuninni.

 

Ég á jeppa, stóran bláan jeppa sem er með skráningarnúmeri sem aðgreinir hann frá öðrum stórum bláum jeppum. Það hinsvegar skiptir lögregluna, eða í það minnsta lögreglumann 626 engu máli.
Jeppi er bara jeppi, og allir jeppar eru eins.

Ég var ásamt félaga mínum að koma úr Kópavogi, á leið í vestur eftir Hafnarfjarðarvegi. Rétt eftir gatnamót Hafnarfjarðarvegar og Lækjarfitar í Garðabæ stendur lögreglumaður 626 og beinir okkur út í kant.

Þar tilkynnir hann okkur að starfsfélagar hans, sem séu staðsettir "þarna niðurfrá" hafi mælt mig við akstur yfir hámarkshraða þar sem ég beygði inn á Hafnarfjarðarveg.  Þetta vildi ég ekki kannast við, enda hafði ég ekki komið þá leið sem lögreglumaðurinn vildi meina. Þegar ég benti honum á að hann væri að fara með rangt mál vildi lögreglumaðurinn meina að hann hefði skáldað upp meinta beygju inn á veginn og að hún skipti ekki máli, enda væri þetta bara rugl í honum, lögreglumennirnir sem voru við mælingar sáu bara jeppa keyra yfir hámarkshraða og kölluðu í talstöðina, að það væri jeppi að keyra of hratt.

Þarna varð ég alveg orðlaus.  

Eftir langt samtal við lögreglumanninn, sem æsti sig meira og meira við hverja spurninguna komst ég að eftirfarandi,

Ég fæ ekki mynd af hraðamælinum í bílnum sem mældi mig.
Ég fæ enga staðfestingu á því að þetta hafi verið minn bíll sem var mældur.
Lögreglumennirnir sem voru við mælingar kalla ekki upp skráningarnúmer né lit.
Lögreglumennirnir sem voru við mælingar kölluðu í talstöðina að "jeppi" hefði keyrt yfir hámarkshraða. Þeir kölluðu ekki upp nein auðkenni á bílnum. 

En eins og lögreglumaður 626 segir, þá skiptir þetta engu máli. Hann er búinn finna jeppa. 

Trú mín á siðferði lögreglunnar fer sífellt minnkandi. Mér finnst það ekki gott mál. 


mbl.is 105 teknir fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Neitaðu bara að borga sektina og heimtaðu að fá þinn tíma með dómara. 

Ég lenti einu sinni í því að vera tekinn fyrir að vera á 117km hraða á klst á Suðurlandsveginum, sem ég var alls ekki.  Þegar ég settist inn í lögreglubílinn bað ég um að fá að sjá töluna á radarnum, en löggan, sem var ein í bílnum, sagði að radarinn hefði ekki náð að læsa á mig en að hann hefði "séð 117".  Það var semsagt hans orð gegn mínu.  Radarinn er nú einmitt til þess að slík staða komi ekki upp.

Svo kom sektin og ég fór niður á stöð og sagðist neita ásökuninni og heimtaði að fá að tala við dómara. 

Dómari fékk málið til sín og ég hafði samband við hann í síma, þar sem ég var á leið úr landi í nám daginn áður ég átti að mæta hjá honum.  Ég sagði honum málið frá minni hlið í gegnum síma og hann sagði að það myndi gilda sem minn vitnisburður og að ég þyrfti ekki að mæta.

Ég hélt utan og nokkrum vikum síðar barst móður minni bréf þess efnis að málinu gegn mér hefði verið vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum.

Þar sem lögreglumaður 626 hefur ekkert sem sannar að þú hafir verið í jeppanum sem mældur var á veginum þar sem þú varst ekki, er nokkuð öruggt að þessu máli verður vísað frá ef þú bara stendur fastur á þínu. 

Þór Melsteð (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 06:35

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það má nú ekki dæma lögregluna í heild sinn út frá einum manni. Annars hélt ég að lögreglan ætlaði að vera sýnilegt, sýnileg til þess að koma í veg fyrir að borgarinn fremdi afglöp. Voru þeir sem voru -þarna niðurfrá- sýnlegir?

Birgir Þór Bragason, 20.2.2007 kl. 07:24

3 Smámynd: Ibba Sig.

Ég mæli með því að þú borgir ekki sektina og farir með málið lengra. Ég hef lent í meintum hraðakstri sem ég kannaðist ekki við, mynd var tekin af bílnum mínum á 112 km hraða en ég ek ekki svo hratt. Ökumaður var óþekkjanlegur á myndinni en þess má geta að fleiri en ég höfðu aðgang að þessum bíl. 

Þegar löggan gat ekki sannað glæpinn á mig þá kærði hún mig fyrir að segja þeim ekki hver sat undir stýri. Þá fékk ég mér lögfræðing og fór með málið fyrir dóm. Og vann. Það gengur ekki að löggan geti bara búið til á mann annað lögbrot ef hún nær ekki að negla mann fyrir meinta brotið.

Ég held að lögreglumenn séu almennt að vinna starfs sitt vel en geta gert mistök eins og við hin.  En þú bara neitar sök og sérð svo til. 

Ibba Sig., 20.2.2007 kl. 09:06

4 identicon

Ég segi bara njóttu jeppans. Þetta er enn ein ástæðan í hattinn sem segir mér að það sé kjánalegt að eiga jeppa. 

Stefán Þór (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 09:28

5 identicon

humm lögreglumaður 626   þetta er ekki númer á alvörulöggu   gæti trúað að þetta sé afleysingamaður sem veit ekkert í sinn haus!!

Davíð (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband